Deluxe harðspjalda (kápa og innihald í fjórlit)

Þetta er lúxusbók í sömu gæðum og venjulegar ljósmyndabækur og uppfyllir kröfur faglegra viðskiptavina okkar - þú getur valið annað hvort matta eða glansandi kápu.
Blaðsíðurnar inni í bókinni eru úr hágæðapappír (170 gr) sem er sérstaklega gerður fyrir stafræna prentun. Endingargæði og stöðugleiki þessarar bókar setur hana á sérstakan stall, hún er tilvalinn valkostur sem fagleg ljósmyndabók.

Premium harðspjalda (kápa og innihald í fjórlit)

Þessi úrvalsbók uppfyllir hæstu kröfur - þú getur valið annað hvort matta eða glansandi kápu.
Blaðsíðurnar inni í bókinni eru úr hágæðapappír (130gr) sem er sérstaklega gerður fyrir stafræna prentun. Endingargæði og stöðugleiki þessarar bókar setur hana á sérstakan stall, tilvalinn valkostur sem gjöf eða fyrir merkilega viðburði.

Nýtt! Basic harðspjalda (kápa í fjórlit, innihaldið svarthvítt)

Þessi svarthvíta harðspjalda bók er tilvalinn valkostur fyrir þá sem vilja prenta margar bækur í svarthvítu. Minnst 10 bækur fyrir hverja pöntun.
Mött kápan er plasthúðuð í fjórlit á stífa og endingargóða 3 mm pappakápu. Svarthvítt innihaldið er úr óhúðuðum Munken Lynx 100gr. hágæða pappír. Tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja til dæmis gefa út sína eigin bók.

Premium inspjalda (kápa og innihald í fjórlit)

Hágæðavalkostur með sömu vönduðu bókbindingunni og innbundnu bækurnar okkar, en kápan er mýkri - þú getur valið annað hvort matta eða glansandi kápu.
Innihaldið er úr hágæða pappír (130gr) sem gerður er sérstaklega fyrir stafræna prentun. Kápan er plasthúðuð og prentuð á hágæða 220gr pappa.

Basic linspjalda (kápa í fjórlit, svarthvítt innihald)

Basic linspjalda bækurnar okkar eru tilvalinn valkostur fyrir þá sem vilja prenta margar bækur í svarthvítu. Minnst 10 bækur fyrir hverja pöntun.
Mött kápan er plasthúðuð í fjórlit á Invercote G 240gr pappír. Svarthvítt innihaldið er úr óhúðuðum Munken Lynx 100gr pappír. Tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja til dæmis gefa út sína eigin bók.

Gormahefti (kápa og innihald í fjórlit)

Bók með gormahefti kemur vel og faglega fyrir.
Innihaldið er prentað á hágæða 170gr pappír sem er sérstaklega gerður fyrir stafræna prentun. Plasthúðuð kápan er prentuð á hágæða 250gr pappír - þú velur annað hvort matta eða glansandi kápu. Á bæði fram- og afturhlið kápunnar setjum við matt og hart lag, sem gefur sterkt og fallegt yfirbragð. Það er auðvelt að halda þessari bókbindingu opinni og er þess vegna tilvalin fyrir viðskipta- eða námsviðburði.

Hefti (kápa og innihald í fjórlit)

Einföld en falleg bók í hefti.
Innihaldið er prentað á hágæða 170gr pappír sem er sérstaklega gerður fyrir stafræna prentun. Plasthúðuð kápan er prentuð á hágæða 250gr pappír - þú getur valið annað hvort matta eða glansandi kápu.

Hjá Solentro getur þú búið til þína eigin bók, ljósmyndabók, ljósmyndaalbúm, brúðkaupsbók, útskriftarbók (árbók), skírnarbók, minningarbók, bloggbók, starfslokabók, „Fyrsta bókin mín“ - við einblínum á einfalda og notendavæna upplifun sem sleppir sköpunargáfu þinni lausri!

Hvernig bók langar þig að gera?

Solentro - búðu til þína eigin bók

Við viljum vera besta og auðveldasta leiðin fyrir þig að búa til þína eigin persónumiðuðu bók eða ljósmyndabók. Lesa meira...

Ljósmyndabók - auðveld leið til að safna myndunum þínum saman og hanna þína eigin ljósmyndabók. Þú hefur algert sköpunarfrelsi þegar þú skapar þína eigin ljósmyndabók eða ljósmyndaalbúm!

Uppskriftabók - safnaðu uppskriftunum þínum saman í fallega, hágæða uppskriftabók!

Árbók - bjóddu bekkjarfélögunum að skrifa kveðju og safnaðu því öllu saman í þína eigin árbók / úrskriftarbók, minning sem varir allt lífið! Hentar einnig fyrir lokaböll eða útskriftarveislur.

Skólaverkefni - búðu til einstaka bók úr skólaverkefninu þínu. Búðu til bók í kerfinu okkar og notaðu sniðmát, hönnun og leturgerð sem við bjóðum upp á, en þú getur líka búið bókina þína til í hvaða hönnunarhugbúnaði sem þú vilt!

Minningarbók - þegar einhver fellur frá lifa minningarnar áfram. Búðu til þína eigin minningarbók. Biddu ástvini um að skrifa eitthvað um einstaklinginn, safnaðu minningunum og myndunum saman. Settu það allt í afar fallega minningarbók.

Skírnarbók - gefðu fallega skírnarbók með persónulegum kveðjum og myndum. Skrifaðu niður skemmtilega atburði og minningar frá fyrstu árum barnsins - eigin skírnarbók barnsins!

Basic linspjalda - Basic linspjalda bækurnar okkar eru afar vandaðar og eru tilvalinn kostur fyrir fólk sem vill til dæmis gefa út sína eigin bók og vill prenta margar bækur í svarthvítu!

Brúðkaupsbók - hví að pára niður kveðju í gestabók brúðkaupsins þegar þú getur búið til þína eigin persónulegu - en afar vandaða - brúðkaupsbók! Þetta er vinsæl gjöf í steggjar- og gæsaveisluna og brúðkaupið - búðu til þína eigin brúðkaupsbók!

Úr bloggi í bók - það er sama hvað þú bloggar um, það er frábær tilfinning að láta prenta bloggið þitt út í alvöru bók sem passar í bókahilluna - búðu til þína eigin úr bloggi í bók!

Starfslokabók - gefðu gjöf sem snertir við viðtakandanum og lifir ætíð í minningunni - fallega starfslokabók! Við lofum því að ljósmyndabók með persónulegum kveðjum og myndum frá samstarfsfólki er gjöf sem einstaklingar við starfslok mun kunna vel að meta. Þú getur notað boð-eiginleikann til að safna sjálfkrafa saman kveðjum og myndum í bókina.

Skáldsaga / Ljóð - Búðu til þína eigin bók með öllum skrifum þínum og textum! Það er afar auðvelt að safna textunum þínum saman og hanna bók - búðu til þína eigin bók!

Fyrsta bókin mín - settu inn texta, hladdu upp myndum, veldu hönnun og safnaðu öllu saman í fallega hágæða bók. Frábær minning fyrir alla fjölskylduna - búðu til þína eigin „Fyrsta bókin mín“ strax í dag!

Afmælisbók - þannig byrjaði þetta allt; við gáfum föður okkar einstaka bók í afmælisgjöf. Við höfðum samband við vini og vandamenn og báðum þá um að lýsa honum sem manneskju og settum textann saman í afmælisbók, ógleymanleg gjöf - þú getur líka búið til þína eigin afmælisbók!

Ætternisbók - settu saman ættartréð, uppgötvaðu nýja ættkvísl, fjarskylda ættingja - og jafnvel nýja ættingja - og safnaðu fjölskyldusögunni saman í einstaka fjölskyldubók. Ætternisbókin þín mun lifa lengur en eina lífstíð!

Fréttir
bottom-banner-close