Solentro var stofnað af Schildfat-bræðrunum Hampus og Tobias. Fyrirtækinu var ýtt úr vör snemma ársins 2008. Þeir komu fram í sjónvarpsþættinum Dragon's Den og ollu írafári þegar þeir höfnuðu fjárfestingu upp á 200.000 evra frá drekunum. Í dag er Solentro alþjóðlegt fyrirtæki. Vefforritið er algjörlega vefrænt og ókeypis í notkun. Solentro er aðgengilegt á sænsku, þýsku, dönsku, norsku, finnsku, spænsku, ítölsku, hollensku, frönsku og ensku með viðskiptavini í rúmlega 30 löndum. Solentro sækist eftir því að vera besta og einfaldasta leiðin fyrir alla sem vilja búa til persónusniðna bók eða ljósmyndabók.
Stjórnarmeðlimir
Peter Jungbeck, stjórnarformaður
Árið 1982 stofnaði Peter Jungbeck Euroflorist og var einn af frumkvöðlum blómasendingaþjónustu í gegnum internetið strax árið 1995. Peter Jungbeck var framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá byrjun og þar til hann sagði upp árið 2008. Eftir þetta var hann stjórnarmaður og annar stærsti eigandi fyrirtækisins, sem er leiðandi blómanet í Evrópu, með árstekjur upp á tæpa 2 milljarða sænskra króna, þar til allt fyrirtækið var selt í desember 2021.
Hampus Schildfat, stjórnarmeðlimur
Er með gráðu í bókmenntum og kvikmyndagerð frá háskólanum í Lund og háskólanum í Kaliforníu í Santa Barbara. Áður starfaði hann við handritagreiningu hjá Spyglass Entertainment í Hollywood við kvikmyndir eins og 27 Dresses (2008). Í Svíþjóð starfaði hann fyrir sænska kvikmyndageirann við Göta Kanal 2, Rosa-the movie og Arn. Þar að auki starfaði hann sem verkefnastjóri og listrænn stjórnandi hjá auglýsingastofu og kúnnar voru meðal annars Leaf og Findus. Hann nýtur þess svo mikið að vera á hjólabretti að hann brýtur handlegg endrum og sinnum og eins stundar hann brimbrettabrun af ástríðu. Stofnandi og framkvæmdastjóri Solentro síðan 2008.
Tobias Schildfat, stjórnarmeðlimur
Er með meistaragráðu í viðskiptafræði með stjórnun og markaðsstjórnun sem aðalfag frá háskólanum í Lund og Napier viðskiptaskólanum í Edinborg. Hann hefur starfað við ýmislegt: sem verðbréfasali fyrir Handelsbanken, einni helstu fjármálastofnun Svíþjóðar, og sem viðskiptastjóri hjá Findus, einu stærsta matvælafyrirtæki Svíþjóðar. Þar að auki hafa komið út margar bækur eftir hann og bókin hans „Vägen till din första miljon“ skaust samstundis í efsta sæti metsölulistans og seldist í rúmlega 100.000 eintökum. Hann heldur reglulega fyrirlestra við John Cabot háskólann í Róm. Á unglingsárunum varð hann ástfanginn af brimbrettabruni og er enn afar ástfanginn. Stofnandi og framkvæmdastjóri Solentro síðan 2008.
Hjá Solentro getur þú búið til þína eigin bók, ljósmyndabók, ljósmyndaalbúm, brúðkaupsbók, útskriftarbók (árbók), skírnarbók, minningarbók, bloggbók, starfslokabók, „Fyrsta bókin mín“ - við einblínum á einfalda og notendavæna upplifun sem sleppir sköpunargáfu þinni lausri!